Skuggabandið á Café Rose

The Shadows tribute-bandið Skuggabandið frá Hveragerði leikur á tónleikum á Café Rose í Hveragerði í kvöld.

Hljómsveitin stígur á stokk á milli kl. 21:00 og 21:30 eða um svipað leiti og Hvergerðingar hafa sigrað í spurningakeppninni Útsvari.

Skuggabandið hefur sérstöðu á heimsvísu en þetta er eina Shadows tribute-bandið í veröldinni sem er skipað tvennum feðgum, eftir því sem best er vitað. Meðlimir Skuggabandisins eru: Hörður Friðþjófsson á gítar, Davíð sonur hans á gítar, Páll Sveinsson á trommur og sonur hans Matthías Hlífar á bassa.

Miðaverð er 1000 kr.