Skráning hafin í trúbadorakeppni

Skráning er hafin í trúbadorakeppni 800Bars og umboðsskrifstofunnar Sonus en keppnin verður haldin í febrúar.

Keppnin er þó ekki bundin við að trúbadorarnir stigi einir á stokk því einnig er opið á dúetta og tríó og þar fram eftir götunum.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á 800bar@800bar.is en sigurvegarinn á von á frábærum verðlaunum.

Fyrri greinVíkingur hefur áætlunarferðir í Landeyjahöfn
Næsta greinSíðasta Kjartansblótið framundan