Skráning hafin í Músiktilraunir

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í Músíktilraunir 2014 og fer hún fram í gegnum heimasíðu Músíktilrauna, www.musiktilraunir.is.

Sunnudaginn 30. mars hefjast svo Músíktilraunir 2014, en þar stíga á stokk fyrstu hljómsveitirnar í ár. Hljómsveitir af öllum stærðum og gerðum; einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár og óhætt er að lofa frábærri skemmtun í grasrót íslensks tónlistarlífs.

Undankvöldin verða 30. mars – 2. apríl í Norðurljósum, Hörpu og hefjast kl.19:30 öll kvöldin. Úrslitin fara svo fram á sama stað laugardaginn 5. apríl og hefjast kl. 17.

Allar upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is og þar verður líka hægt að hlusta á lög með öllum þátttakendum.