Sjáðu sumarstúlkurnar

Keppnin um Sumarstúlkuna 2013 verður haldin laugardagskvöldið 13. júlí í Hvítahúsinu á Selfossi. Í kjölfarið verður slegið upp stuðlagaballi Gillz.

Skipuleggjendur kvöldsins hafa lagt nótt við dag til að gera keppnina þá glæsilegustu hingað til en tíu glæsilegar stúlkur munu koma fram, kynna sig og skarta sínu fegursta á laugardagskvöldið.

Keppnin hefst á miðnætti en húsið opnar kl. 23. Rétt er að hvetja fólk til að mæta snemma og styðja vel við bakið á sínum keppendum því atkvæði úr sal telja til jafns við niðurstöðu dómnefndar. Það er því áhorfenda og dómara að ákveða hver hreppir titilinn Sumarstúlkan 2013.

Keppnin er haldin af Hvítahúsinu í samstarfi við Suðurland FM.

Að keppni lokinni verður svo slegið upp dansiballi, og það engu venjulegu balli, því það er sjálft stuðlagaball Gillz sem mun fylgja gestum inn í nóttina. Þar mun DJ Muscleboy þeyta mp3-skrám eins og enginn sé morgundagurinn og hann spilar bara stuðlög.

Það er því um að gera að lyfta sér upp á laugardagskveldi, styðja við bakið á stelpunum og slíta dansskónum. Svo er hægt að splæsa í nýtt par eftir helgi.

Keppendurnir eru:


Eva Grímsdóttir


Harpa Almarsdóttir


Heiðrún Helga Svanlaugsdóttir


Jamie Elizabeth Schelvis


Klaudia Dominika Pétursdóttir


Kristín Rut Eysteinsdóttir


Sara Björk Jónsdóttir


Sesselja Sif Stefánsdóttir


Sóley Sævarsdóttir Meyer


Þóra Andrea Þórðardóttir

Fyrri greinGrýtti lögreglustöðina og barði á glugga
Næsta greinMaðurinn handtekinn í Miðhúsaskógi