Sex þorrablót í Rangárþingi eystra

Íbúar í Rangárþingi eystra og gestir þeirra þurfa ekki að kvarta undan því að komast ekki á þorrablót í ár því sex slík blót verða haldin í sveitarfélaginu í janúar og febrúar.

Fyrsta þorrablótið verður haldið í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum þann 24. janúar og annað í Goðalandi í Fljótshlíð þann 31. janúar.

Þann 7. febrúar verða blót bæði í Hvolnum á Hvolsvelli og í Fossbúð í Skógum, fimmta blótið verður í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum 14. febrúar og loks það sjötta á Heimalandi undir Eyjafjöllum 21. febrúar.

Fyrri greinDagný semur við Bayern Munchen
Næsta greinUmhverfisverðlaun á tvo staði