Settu met á vinsældarlistanum

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family setti met á vinsældarlista Rásar 2 fyrir skömmu þegar lag hljómsveitarinnar Weekends náði því að vera samfellt á vinsældalistanum í nítján vikur.

Lagið fór inn á listann í apríl síðastliðnum og var þar fram eftir ágústmánuði. Lagið sat meðal annars í toppsæti listans í þrjár vikur.