Saga Fest í Stokkseyrarseli

Um næstu helgi, 23.-24. maí, verður verður lista- og tónlistarhátíðin Saga Fest haldin í Stokkseyrarseli í Árborg.

Hátíðin samanstendur af fjölda tónlistar- og listviðburða frá erlendum sem innlendum listamönnum. Einnig verður boðið upp á fjölda námskeiða og vinnustofur, t.d. jóga, hugleiðslu, tónlist, hönnun ofl. Hægt er að kaupa miða á www.miði.is.

Meðal hljómsveita sem fram koma á hátíðinni eru Fufuna, Kira Kira, Hugar, Axel Flóvent, Art is Dead, Sísí Ey, Ylja og UniJon.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.sagafest.is og á Facebook síðu hátíðarinnar.

Fyrri greinKristinn og Sigurbjörn settu HSK met
Næsta greinLýðræði í leikskólum Árborgar rætt þann 19. júní