Rvk-Rio á hátíðar sjötommu – MYNDBAND

Strákarnir í hljómsveitinni Kiriyama Family eru komnir í jólaskap en eftir helgi kemur jólalagið þeirra „Rvk-Rio“ út á hátíðar 7" vínyl.

Af því tilefni gerðu þeir myndband við lagið og settu það á YouTube en myndbandið er einstaklega skemmtileg myndasýning með gömlum myndum af hljómsveitarmeðlimum þar sem sést greinilega að tónlistin er búin að vera draumurinn frá blautu barnsbeini.

Lagið sjálft fjallar um það að panta sér miða á síðustu stundu til Rio de Janeiro í Brasilíu í hlýjuna og stuðið – og beila á íslenska jólastressinu.

Myndbandið má sjá hér að neðan.