Rokktónleikar í Hvíta í kvöld

Hljómsveitirnar Agent Fresco og The Assassin of a Beautiful Brunette spila á rokktónleikum á Hvítahúsinu í kvöld kl. 22:30.

Agent Fresco unnu Músiktilraunir árið 2009 og er ein af vinsælustu rokkhljómsveitum landsins í dag. Þeir spila rokk með jazz ívafi og hefur fyrsta breiðskífa þeirra ,,A Long Time Listening‘‘ sem þeir gáfu út í lok 2010 fengið einróma lof gagnrýnenda hér á landi sem og erlendis.

Þeir standa nú í óðaönn við undirbúning fyrir Evróputúr í sumar þar sem þeir koma meðal annars fram á Hróarskeldu. Sveitin var nýverið tilnefnd til Menningarverlauna DV, Kraumsverðlaunanna og fernra verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum.

The Assassin of a Beautiful Brunette er sunnlensk hljómsveit sem er á mikilli uppleið og hefur verið að vekja athygli á sér á síðustu vikum með sínu fyrsta lagi ,,Going Down‘‘ en hljómsveitin er þessa dagana að hljóðrita sína fyrstu breiðskífu sem stefnt er á að gefa út í lok þess árs.

Taktu kvöldið frá því að þetta eru tónleikar sem þú vilt ekki missa af!

Húsið opnar kl 22:00 og tónleikarnir hefjast kl 22:30..

Miðaverð er 1500 kr og ekkert ves.

Fyrri greinÞingvellir í fókus
Næsta grein8 milljónir til viðbótar í tjaldsvæði