Risatónleikar á Selfossi í kvöld

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst í dag með tónleikunum SumarRokk á Selfossi í risatjaldi í bæjargarðinum.

Fyrirhugað var að sex hljómsveitir spiluðu á þessum glæsilegu tónleikum en nú hefur sú sjöunda bæst við fremst í röðina. Það er hljómsveitin My Brother Is Pale sem mun stíga fyrst á stokk kl. 20:20.

Á eftir þeim spila Caterpillarmen, Elín Helena, Foreign Monkeys, The Vintage Caravan, The Wicked Strangers og Kiriyama Family.

Tjaldið opnar kl. 20 og er frítt inn en aldurstakmark er 18 ár.

SumarRokk á Facebook

Fyrri greinValt eftir árekstur
Næsta greinÖruggt að fæða á HSu