Rífa upp sveitaballatónlistina

Fyrir stuttu fór í spilun á öllum helstu útvarpstöðvum landsins lagið Ekki sami maður sem er fyrsta lag sunnlensku hljómsveitinnar Stuðlabandsins.

Sunnlenska hitti þrjá meðlimi hljómsveitarinnar, Marinó Geir, trommara, Fannar Frey, gítarleikara, og Magnús Kjartan, söngvara, og spurði þá út í nýja lagið og framtíð hljómsveitarinnar.

Hvaðan kemur þetta lag?

Marinó: Þetta er í raun gamalt lag úr smiðju Birkis Kúld. Við heyrðum strax að það var grípandi og skemmtilegt.

Magnús: Þetta voru misgamlar upptökur, eitthvað sem hann hafði verið að dunda sér við að semja.

Marinó: Við gerðum svo demó að laginu og hlustuðu á það í tvær vikur. Svo fórum við á Sandbakka og byrjuðum að taka það upp. Við lögðuðum lagið aðeins og textann um leið.

Fannar: Við gerðum það aðeins nútímalegra.

Hvernig ætliði að fylgja laginu eftir?

Marinó: Við ætlum að rúnta um hátíðarnar í sumar.

Fannar: Stefnum að því að fara hringinn í sumar á langferðabíl.

Magnús: Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri að þessu.

Marinó: Já, við Fannar vorum að plana þetta.

Fannar: Svo erum við með tvö lög í vinnslu sem koma út í sumar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinManni bjargað úr Ölfusá
Næsta greinBjörguðu pari í Þórsmörk