RetRoBot komst áfram

Hljómsveitin RetRoBot frá Selfossi er komin í úrslit Músiktilrauna eftir þriðja undankvöldið sem fram fór í kvöld.

RetRoBot er önnur sunnlenska sveitin sem kemst í úrslit en áður var Glundroði kominn áfram.

Salurinn valdi RetRoBot áfram í kvöld en dómnefndin valdi þungarokkshljómsveitina Aeterna.

RetRoBot skipa þeir Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Guðmundur Einar Vilbergsson og Kristján Pálmi Ásmundsson. Hljómsveitin spilar elektrónískt indie-rokk.

Síðasta undanúrslitakvöldið er á morgun, mánudag, og þá stígur hljómsveitin Aragrúi frá Selfossi á svið.

Fyrri greinÞriðji tapleikurinn í röð
Næsta greinGóð þátttaka í Halldórsmótinu