RetRoBot í Edrúhöllinni í kvöld

Síðasta giggið fyrir sumarfrí í tónleikaröðinni "Kaffi, kökur og rokk og ról" í Edrúhöllinni við Efstaleiti 7 í Reykjavík er í kvöld kl. 20:30.

Lokagiggið þessa önnina verður því bullandi sveitt – svona í takt við hækkandi sól – en boðið verður upp á sjóðandi heitar rokkabillýgoðsagnir, Langa Sela og Skuggana. Sú mæta sveit er að snúa í gang á nýjan leik og óþarfi að hafa mörg orð um mátt og meginn þessarar mögnuðu rokksveitar.

Með henni leikur ferskasta sveit landsins nú um stundir, hinir nýbökuðu sigurvegarar Músíktilrauna, Retrobot!

Hús opnar 20:00. Tónleikar hefjast 20:30. Tónleikum lýkur fyrir 22:00. 500 kr. inn. Kaffi og kökur í massavís fyrir tónleikahungraða sem -þyrsta!