Rakel Dóra fer til Ibiza

800Bar, Agent.is og Trans Atlantic gáfu heppnum gesti á Ibiza-kvöldi á 800Bar fría ferð til Ibiza í síðustu viku.

Það var Rakel Dóra Leifsdóttir sem var sú heppna en miði hennar var dreginn út af Sölva Þór Hannessyni, skífuþeyti, sem sá um að halda uppi stemmningunni á Ibiza-kvöldinu.

Það mun ekki væsa um Rakel á Ibiza því innifalið í farmiðanum er gisting, frítt fæði og fríar guðaveigar.

„Þetta var skemmtilegur leikur og það er hressandi að hugsa um smá sól á þessum köldu tímum á Íslandi,” sagði Eiður Birgisson, veitingamaður á 800Bar, í samtali við sunnlenska.is. „Rakel Dóra skemmtir sér örugglega vel á Ibiza næsta sumar þar sem allir stærstu DJ’ar heims spila og verða með sín party á flottustu klúbbum í heimi.”

Fyrri greinÍhugar skaðabótamál gegn sýslumanni
Næsta greinAtvinnuleysi eykst á milli ára