Prúðbúnir fá afslátt

Hljómsveitin Karma leikur á jólaballi "fullorðna fólksins" í Hvítahúsinu á Selfossi í kvöld.

Nú er um að gera að skella sér á ball eftir jólahlaðborðið og dansa inn í nóttina. Aldurstakmarkið er 20 ár.

Miðaverð á ballið er 1.500 krónur en þeir sem koma prúðbúnir af jólahlaðborðum sem eru út um allt Suðurland þessa dagana þá kostar aðeins 1000 kr. inn.