Pearl Jam tileinkun í Hvíta

Í kvöld verða Pearl Jam tileinkunartónleikar í Hvítahúsinu á Selfossi.

Tónleikarnir eru hluti af Vetrartónleikaröð Hvítahúsins og eru þetta fjórðu tónleikarnir í röðinni.

Pearl jam heiðursbandið „Elsu sulta“ er skipað fimm ungum drengjum sem deila aðdáun sinni á bandarísku grugg hljómsveitinni Pearl Jam. Á tónleikum leikur sveitin lög af nánast öllum plötum Pearl Jam ásamt lögum sem hafa ratað í kvikmyndir. Pearl Jam á farsælan feril að baki og hefur verið leiðandi rokksveit frá upphafsárum sínum í grugginu, en sveitin er enn í fullu fjöri í dag.

Tileinkunarhljómsveitina skipa Magni Ásgeirsson, Franz Gunnarsson, Haraldur Sveinbjörnsson, Stefán Ingimar Þórhallsson og Birgir Kárason.

Húsið opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook síðu Hvítahúsins.

Fyrri greinSpenningur hjá Selfossstelpunum
Næsta greinLandeyjahöfn áfram lokuð