Ómar Diðriks á Gónhól í kvöld

Trúbadorinn geðþekki Ómar Diðriksson heldur uppi stuðinu á Gónhól á Eyrarbakka í kvöld en um helgina verður uppskeruhátíð á Gónhól.

Stuðið með Ómari byrjar kl. 21 í kvöld en um helgina er opið á Gónhól frá 11 til 18. Þar má nú versla nýtt sunnlenskt grænmeti í sparifötunum, alls konar sultutau og bakkelsi. Svo er kaffihúsið alltaf jafn gott.