Óhefðbundna stigaspjald kvöldsins

Eins og flestir vita er lokakvöld Eurovision í kvöld og að því tilefni hefur Elín Ester gert óhefðbundið stigaspjald fyrir kvöldið.

Meðal þess sem er í plús flokknum í kvöld er krúttstig, Facebook-stig, Gerplu-stig og Essasú-stig, en það er þegar keppandi minnir á þekkta persónu.

Í flokki mögulegra mínus stiga er dramastig, William Hung-stig, Páfa-stig og Bjarkar-stig, þegar búningar keppanda falla ekki í kramið.

Hingað til hafa þessi spjöld verið sannspá um sjö af tíu lögum sem komust áfram í undankeppninni og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í kvöld.

Auk þess eru reglur sem margar Eurovision veislur geta notað – förum ekki nánar út í það.

Hægt er að nálgast spjaldið hér – góða skemmtun.