Öðruvísi ball á 800

Það verður öðruvísi ball á 800Bar á Selfossi í kvöld. Hljómsveitin Öðruvísi en þeir heldur uppi gleðinni en það verður frítt inn og 2 fyrir 1 á barnum alla nóttina.

“Ég vildi þakka viðskiptavinum staðarins fyrir þrjú farsæl ár með því að bjóða frítt inn, fría drykki og allt á hálfvirði alla nóttina. Við erum með um 100 vörutegundir á barnum og þeir fimmtíu fyrstu fá frían drykk við hurðina,” sagði Eiður Birgisson, veitingamaður á 800Bar, í samtali við sunnlenska.is.

Húsið opnar kl. 23 og ballið er til kl. 3 en á milli þess sem Öðruvísi en þeir fara hamförum á sviðinu verður plötusnúður í húsinu til að halda uppi stemmningunni.

Á Facebook síðu Áttahundruð bars er leikur í gangi þar sem heppnir gestir geta unnið flöskuborð. Dregið verður í leiknum alveg fram að partýinu.