Nýtt myndband

Hljómsveitin The Assassin of a Beautiful Brunette var að gefa út nýtt myndband við lagið Lights Will Lead the Way.

Lagið er tekið upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og mixað og masterað af Baldvini A.B. Aalen.

Myndbandið var svo tekið á Selfossi en það var gítarleikarinn Fannar Freyr Magnússon sem tók upp og leikstýrði því.