Nýtt myndband komið í loftið

Sunnlenska hljómsveitin The Assassin of a Beautiful Brunette gaf út á dögunum nýtt tónlistarmyndband við lagið ''Anthem Part 2''.

Lagið er samið af gítarleikara sveitarinnar, Fannari Frey Magnússyni, en hann leikstýrði einnig myndbandinu. Strákarnir í ReddLights sáu um vinnslu á laginu.

Myndbandið var tekið upp í ljósmyndastúdíóinu Stúdíó Stund á Selfossi og eru allir aukaleikararnir einnig frá Selfossi.

Á Facebook síðu hljómsveitarinnar má nálgast fleiri lög og myndbönd með sveitinni.