Nýtt myndband frá Mixophrygian

Mixophrygian hefur sent frá sér myndband við lagið Spaceship sem kom út síðastliðið haust á fyrstu sólóplötu tónlistarmannsins.

Myxophrygian er listamannsnafn Daða Freys Péturssonar frá Vörðuholti í Ásahreppi. Hann stundan nú tónlistarnám við DBs Music skólann í Berlín og hefur ýmis járn í eldinum. „Það er gott að frétta af mér, ný tónlist á leiðinni í sumar og nokkur önnur verkefni sem eru komin áleiðis. Það gæti verið von á nýju efni frá mér bráðum,“ sagði Daði Freyr í samtali við sunnlenska.is.

Lagið Spaceship er eitt fjórtán laga af fyrstu sólóplötu Mixophrygian en platan er öll samin, spiluð, sungin og mixuð af Daða sjálfum.

Nýja myndbandið er stórskemmtilegt en það má sjá í spilaranum hér að neðan. Eigði góðan föstudag.