Nýtt lag og myndband frá Kiriyama Family

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur nú sent út frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Every time you go.

Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni síðustu misseri en hún hefur þó ekki setið auðum höndum. Liðsmenn hennar hafa verið að vinna hörðum höndum að nýju efni og munu fleiri lög fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum.

Myndbandið er tekið upp í félagsheimilinu Þingborg og gaman að segja frá því að notast var eingöngu við eina töku. Það var Brúsi Ólafsson sem leikstýrði og Magga Vala sem tók upp myndbandið.

Sjón er sögu ríkari (hér að ofan).

Fyrri greinÞingvallahefti til heiðurs dr. Pétri M. Jónassyni
Næsta greinUmsjónarlæknar skipaðir yfir sjúkraflutningum HSU