Nýju kvenfélagarnir slá í gegn

Auglýsingaherferð Kvenfélags Stokkseyrar fyrir þorrablótið á Stokkseyri þann 11. febrúar hefur vakið mikla athygli en fjórir kviknaktir "kvenfélagar" prýða auglýsinguna.

Þessir nýju kvenfélagar; Gummi Valur, Biggi, Gulli og Víðir, eru allir makar kvenfélagskvenna en þeir leggja sín lóð á vogarskálarnar fyrir undirbúning á blótinu og í skemmtiatriðum.

Myndin hefur vakið mikla lukku á Facebook síðu blótsins og ekki síst hennar vegna er að myndast mikil stemmning fyrir blótinu sem haldið verður í íþróttahúsinu á Stokkseyri.

Skemmtiatriðin á blótinu koma úr smiðju kvenfélagsins og hljómsveitin Stuðlabandið mun svo sjá um að gestirnir hristi sig á dansgólfinu langt frameftir nóttu.

Fyrri greinHafsteinn og Kristján Norðurlandameistarar
Næsta greinNýtt myndband komið í loftið