Ný danskir dagar í Árborg

Hljómsveitin Nýdönsk heldur tónleika á Nýdönskum dögum í völdum þéttbýliskjörnum nú í febrúar. Einn þeirra er Selfoss.

Nýdanskir dagar hófust í síðustu viku með opinberri heimsókn þeirra Björns Jörundar Friðbjörnssonar og Daníels Ágústs Haraldssonar á kontórinn hjá Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, í ráðhúsi Árborgar.

Þar var Ásta sérstaklega vöruð við hávaða sem kann að verða af uppátækjum hljómsveitarinnar og henni færðae dýrindis gjafir.

Mikil spenna er fyrir viðburðinum, tónleikum sveitarinnar í Hvítahúsinu á Selfossi þann 27. febrúar næstkomandi.

Fyrri greinPétur Reynisson sýnir ljósmyndir
Næsta greinSelfoss og Mílan unnu góða sigra