Nóg að gera hjá Kiriyama fjölskyldunni

Sunnlenska rafpopp-kvintettinn Kiriyama Family mun leggja landsbyggðina að fótum sér um næstkomandi helgi.

Sveitin kemur fram á Mærudögum á Húsavík á morgun, fimmtudag en tónleikarnir verða haldnir á Gamla Bauk uppúr 22:00.

Föstudagskvöldið 27. Júlí stíga drengirnir á svið á forkvöldi Bræðslunnar á Borgarfirði Eystri. Kiriyama Family lokar forkvöldinu en þar koma einnig fram hljómsveitirnar Coney Island Babies og Tilbury.

Hljómsveitin er á fullu þessar vikurnar að kynna sína fyrstu plötu sem kom út þann 16. maí sl. og hefur fengið frábærar viðtökur.