Njálsbúð vaknar úr dvala

Hljómsveitin Skítamórall ætlar að blása til stórdansleiks í félagsheimilinu Njálsbúð í kvöld, föstudaginn 19.ágúst.

Njálsbúð var lengi musteri skemmtanalífsins á Suðurlandi en heldur lítið hefur farið fyrir dansleikjahaldi þar undanfarin ár. Þó hefur þó myndast hefð fyrir einu góðu balli á ári.

Sem fyrr er 16 ára aldurstakmark í Njálsbúð og sætaferðir verða frá Selfossi kl. 22:30 frá Olís á Hellu kl 23:00 og frá Hlíðarenda á Hvolsvelli kl.23:15. Rútan fer svo til baka frá Njálsbúð kl 03:30.

Hljómsveitina Skítamóral þarf vart að kynna fyrir Sunnlendingum en drengirnir ætla að leika öll sín þekktustu lög í bland við önnur stuðlög úr öllum áttum. DJ Atli mun hita gesti upp en húsið opnar kl. 23:00.

Fyrri greinRangárnar rjúfa 2.000 laxa múrinn
Næsta greinTuddi sigraði í 5. deild