Níu stúlkur keppa um titilinn

Keppnin Ungfrú Suðurland 2011 fer fram á Hótel Selfossi föstudagskvöldið 8. apríl nk. Níu stúlkur víðsvegar að af Suðurlandi keppa um titilinn.

Úrslitakvöldið verður glæsilegt að vanda en á miðnætti kemur í ljós hverja Hlíf Hauksdóttir, Ungfrú Suðurland 2010, krýnir sem arftaka sinn.

Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru Brynhildur Helgadóttir frá Vestmannaeyjum, Fjóla Sif Ríkharðsdóttir frá Vestmanneyjum, Guðný Ósk Ómarsdóttir frá Vestmannaeyjum, Guðrún Birna Gísladóttir frá Hveragerði, Helga Rún Garðarsdóttur frá Hólmi í A-Landeyjum, Hildur Rós Guðbjargardóttir frá Selfossi, Íris Bachmann Haraldsdóttir frá Selfossi, Karen Hauksdóttir frá Blesastöðum á Skeiðum og Kristrún Ósk Hlynsdóttir frá Vestmannaeyjum.

Meðal titla sem keppt er um er Netstúlka Sunnlenska.is og hefst kosning um þann titil hér á síðunni eftir helgi.

Fyrri greinTodmobile-helgi framundan í Hvíta
Næsta greinUngfrú Suðurland: Fjóla Sif