Netstúlka Sunnlenska.is – kosningin hafin

Fegurðarsamkeppni Suðurlands fer fram föstudaginn 30. mars nk. Þar verður meðal annars krýnd Netstúlka Sunnlenska.is. Kosningin er hafin.

Fjórtán glæsilegar stúlkur taka þátt í keppninni og standa þær nú í ströngu í undirbúningi fyrir keppnina.

Það eru lesendur sunnlenska.is sem velja netstúlkuna og stendur kosningin til kl. 18 föstudaginn 30. mars. Hægt er að kjósa einu sinni á dag úr hverri tölvu.

Kosningasíða Netstúlku Sunnlenska.is