Mugison á lokakvöldi Vetrartónleika-raðarinnar

Allra, allra síðustu tónleikar Vetrartónleikaraðar Hvítahússins á Selfossi fara fram í kvöld þegar óskabarn íslensku þjóðarinnar, Mugison, stígur á svið.

Um velgengni Mugison þarf ekki að hafa mörg orð en eins og alþjóð veit þá seldist plata hans, Haglél, sem hann gaf út á seinasta ári í tæplega 30.000 eintökum og virðist ekkert lát vera á velgengni þessa frábæra tónlistarmanns.

Ekki má gleyma að minnast á þrenna tónleika sem hann hélt í Hörpu í desember í fyrra.

Húsið opnar kl. 21 og hefjast tónleikarnir kl. 22 – miðaverð kr. 2500

Fyrri greinHyggjast taka 15 hektara undir lónstæði
Næsta greinKvöldganga og fýlseggjaveisla