Micha Moor á Áttahundruð

Föstudaginn 9. mars ætlar þýski ofurplötusnúðurinn Micha Moor að sprengja 800Bar á Selfossi með flottustu danstónlist sem völ er á.

Það eru 800 Bar og Agent.is sem flytja þennan vinsæla plötusnúð til landsins og segir Eiður Birgisson, á 800Bar að stærra nafn í tónlistarheiminum hafi varla komið fram á Selfossi.

Síðustu ár hefur Micha komið nokkrum sinnum til Íslands og alltaf spilað fyrir troðfullu húsi. Það skiptir ekki máli hvort það er Nasa, Sjallinn eða Broadway, alltaf er troðfullt hús og stemningin ótrúleg.

Micha Moor sló fyrst í gegn með laginu sínu „Space“, lag sem var spilað af Tiesto, David Guetta, Armand Van Helden, Moby og mörgum öðrum stórum nöfnum. Lagið hans „Learn to fly“ ættu flestir að kannast við, lagið var vinsælasta lagið á Íslandi sumarið 2010 og í mörgum öðrum löndum.

Í nóvember í fyrra gaf hann út lagið „Love is chemical“ með sama söngvara, John Anselm og er það nýjasta smáskífa hans. Þess á milli hefur hann gefið út ótrúlega gott efni, lög eins og „Break my world“, „Lifting it higher“ og „Keep on rising“ sem var eitt heitasta lagið á Íslandi síðasta sumar.

Forsala aðgöngumiða er á www.midi.is en 800Bar ætlar að gefa nokkrum heppnum miða á þennan stórviðburð með leik á Facebooksíðu viðburðarins.

Fyrri greinLóusöngur á Bakkanum
Næsta greinBrotist inn í níu hesthús