Miðasalan gengur vel

Miðasala á 15. Selfossþorrablótið gengur vel en blótið fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla laugardagskvöldið 23. janúar.

Blótið er í umsjá veisluþjónustu Hvítahússins og þaðan berast nú þær fréttir að miðasalan hafi tekið góðan kipp fyrir helgi og í dag, en henni verður framhaldið áfram á meðan enn eru til miðar í matinn.

Miðasalan fer fram í Gallerí Ozone á Selfossi og er miðaverð á sérstöku afmælisverði, kr. 5.500.- og kr. 2.500.- á ballið. Húsið opnar kl. 23 fyrir ballgesti.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði en meðal atriða verða Gísli „Landi“ Einarsson, hljómsveitin Rófustappa, Elísa Dagmar, fjöldasöngur, hljómsveitin Bjórbandið, leyniatriði o.fl. Selfosssprotinn 2016 verður veittur að venju og Sigurgeir Hilmar mun flytja gestum bæjarbraginn að sinni alkunnu snilld. Veislustjórn verður í höndum Sr. Guðbjargar Arnardóttur sóknarprests á Selfossi.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Stolið í Hveragerði – fannst í Reykjavík
Næsta greinHalldór Valur tekur við Litla-Hrauni og Sogni