Miðasala hafin á konukvöld

Hið árlega Konukvöld Hvítahúsins og Suðurland FM verður haldið laugardagskvöldið 16. apríl nk.

Mikið verður um dýrðir þetta kvöldið en Heiðar Jónsson snyrtir verður kynnir og veislustjóri líkt og undanfarin ár, kvöldið verður uppfullt af frábæri skemmtun og söng, má þar nefna uppistand með Ara Eldjárn, frábært söngatriði frá Daníel Hauk og Magnúsi Kjartani, kynningu og snyrtivöruglaðninga, undirfata- og hjálpartækjasýningu, vínkynningar o.fl.

Einnig verður glæsilegt happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga auk fjölda tónlistaratriða en kvöldið endar svo með einum ástsælasta skífuþeytara á suðurlandi DJ Búna.

Miðasala er í fullum gangi í Gallery Ozone, Riverside Spa, Basic plus og í Lindinni er miðaverðið aðeins 1.000 kr á konukvöld og ball. Einungis 150 miðar eru í boði, eingöngu seldir í forsölu, en miða á ballið verður hægt að nálgast við miðasöluna þegar húsið opnar fyrir almenning á miðnætti.

Fyrri greinHyggur á gerð heimildarmyndar um Skáldagötuna
Næsta greinHerjólfur til Þorlákshafnar fram yfir páska