Miðarnir að klárast á slúttið

Metsölukóngarnir í Reiðmönnum vindanna ásamt Helga Björns og SSSól leika á hinu árlega knattspyrnuslúttsballi í Hvítahúsinu á laugardagskvöld.

Forsala á slúttið er í fullum gangi í Blómavali á Selfossi og eru allir knattspyrnuáhugamenn og -konur hvött til þess að mæta og fagna einstöku knattspyrnusumri. Slúttið verður með hefðbundnu sniði; þriggja rétta matur, skemmtiatriði og ball og kostar litlar 5.900 kr. Fyrir þá sem ekki komast á slúttið verður hægt að komast á ballið og opnar húsið kl. 1 fyrir almenna ballgesti.

Þegar eru farnir yfir 170 miðar í forsölu og fólk er hvatt til að tryggja sér miða í tíma því í fyrra var uppselt á slúttið.

Fyrri grein150 milljónir í sanddælingu í vetur
Næsta greinHSSH: Harðsnúið lið í þína þágu í 35 ár