Miðasalan í fullum gangi

Hljómsveitin Kiriyama Family heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 14. júní.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22 en húsið opnar 21. Platan sem er samnefnd hljómsveitinni hefur fengið mjög góð viðbrögð og má þar helst nefna 4 stjarna umsagnir hjá tónlistarrýnendum Fréttatímans og Fréttablaðins.

Á plötunni má finna lagið Weekends en það situr nú í öðru sæti á Vinsældarlista Rásar 2.

Forsala á tónleikana er í fullum gangi og kostar miðinn 2.000 kr, en miðar við hurð eru seldir á 2.500 kr.

Miðasalan

Facebook síða Kiriyama Family