Miðasala hafin á Sölvakvöldið

Laugardagskvöldið 27. desember fer hið árlega Sölvakvöld fram á Hótel Örk Hveragerði. Sölvakvöldið hefur fest sig í sessi sem samkomukvöld Hvergerðinga, núbúandi sem brottfluttra.

Hefð er fyrir því að tónlistarmenn úr Hveragerði eða tengdir bænum stígi á stokk í runum og leiki sín allra bestu lög við góðar undirtektir gesta.

Meðal flytjenda í ár eru Sölvi Ragnarsson og hljómsveit, Sigurður Dagbjartsson (Rabbabara Rúna), Riff ReddHedd, HúrrýGúrrý og Hörður og Erla.

Sérstakur gestur kvöldsins er Guðmundur Benediktsson (Mánar, Brimkló ofl.) og mun hann stíga á stokk á miðnætti ásamt formannahljómsveitinni Formalín.

Öll umsjón og skipulagning er í höndum Hljómlistarfélags Hveragerðis.

Forsala miða er hjá Villa í Shell, miðaverð er kr. 2000. Allur ágóði rennur til menningar- og góðgerðamála.

Fyrri greinLeikskólagjöld lækka um 15% um áramótin
Næsta greinBláskógabyggð hafnar vindmyllu á Bergsstöðum