Menningarnefnd fagnar gróskunni

Menningarnefnd Árborgar segir framtíðina bjarta fyrir hljómsveitir í sveitarfélaginu enda aðstaða til æfinga og upptöku til fyrirmyndar í Pakkhúsinu.

Á síðasta fundi nefndarinnar voru bókaðar hamingjuóskir til sigurvegara Músíktilrauna 2012, hljómsveitarinnar RetRoBot frá Selfossi.

„Gróskan í tónlistarlífinu er greinilega mikil í sveitarfélaginu en fjórar hljómsveitir úr sveitarfélaginu tóku þátt í Músíktilraunum og þrjár þeirra komust í úrslit. Allar hljómsveitirnar hafa nýtt sér aðstöðuna í Pakkhúsinu frá því að hún opnaði fyrir tveimur árum,“ segir m.a. í bókun menningarnefndarinnar.

Á sama fundi var tekin fyrir styrkumsókn vegna tónleikaferðar The Wicked Strangers frá Eyrarbakka en hún er á leið til Bandaríkjanna eftir gott gengi á síðasta ári. Nefndin tók jákvætt í erindið en hefur ekki úr neinum fjármunum að spila og beiðninni var vísað til bæjarráðs.

Fyrri greinÖlvaður tekinn úr umferð
Næsta greinElías Örn í Árborg