Málmhaus forsýnd í Selfossbíói

Sérstök forsýning verður á kvikmyndinni Málmhaus í Selfossbíói á morgun, fimmtudag kl. 20:00.

Málmhaus er nýjasta mynd Ragnars Bragasonar og hefur fengið mikla athygli á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víða um heim.

Myndin fjallar um Heru Karlsdóttur sem er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.