Magdalena tók þriðja sætið

Magdalena Katrín Sveinsdóttir, Menntaskólanum að Laugarvatni, hafnaði í þriðja sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á Akureyri í gærkvöldi.

Magdalena söng lag Nina Simone Feeling Good af mikilli prýði.

Keppnin var í tvennu lagi í ár, á föstudagskvöld kepptu allir skólarnir þar sem tólf atriði komust áfram á úrslitakvöldið sem sjónvarpað var á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

Söngkonan Ásdís María Viðarsdóttir nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð fór með sigur af hólmi í keppninni.

Fyrri greinGrunnur að skipulagi Þjórsárdals
Næsta greinÓánægðir geta farið fram á bætur hjá sveitarfélaginu