Magdalena Eldey heillaði dómnefndina og salinn

Magdalena Eldey Þórsdóttir frá Hvolsvelli sigraði í Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldin var í Iðu í kvöld.

Magdalena heillaði dómnefndina og salinn með fádæma öruggum flutningi á lagi Amy Winehouse, Back to Black.

Í öðru sæti varð Aldís Elva Róbertsdóttir frá Selfossi sem flutti lagið Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson og í 3. sæti varð Kristrún Ósk Baldursdóttir frá Hvolsvelli sem flutti Zara Larsson lagið Uncovered.

Verðlaunin fyrir bestu sviðsframkomuna komu í hlut Kolbrúnar Kötlu Jónsdóttur frá Lyngholti í Flóahreppi sem flutti lagið Unfortunate Souls úr kvikmyndinni Litla hafmeyjan.

Eins og áður var kvöldið í Iðu glæsilegt, óvenju töfrandi reyndar þetta árið, þar sem Harry Potter var þema kvöldsins. Tíu glæsileg atriði kepptu um sigurinn að þessu sinni.