Laugi í essinu sínu

Það var vel mætt og góð stemmning á 800Bar á Selfossi í kvöld þar sem gömlu góðu árin á skemmtistaðnum Gjánni voru rifjuð upp.

Það eru nítján ár síðan Laugi hætti í Gjánni en hann sýndi það að hann hafði engu gleymt og blandaði drykki af kappi. „Þetta er skemtilegt uppátæki og það er gaman að sjá öll gömlu andlitin aftur. Úr því að ég var á frívakt í dag þá gat ég ekki sleppt því að mæta,“ sagði Laugi í samtali við sunnlenska.is en hann hefur ekið rútum fyrir Kynnisferðir síðasta áratuginn og rúmlega það.

Hljómsveitin Gildran hélt uppi stemmningunni á 800Bar en hún átti mörg eftirminnieg gigg í Gjánni fyrr á árum. Kata Klemma var mætt í dyravarðargallanum og í salnum rúlluðu myndir úr Gjánni á risaskjá. Ekki var annað að heyra á gestum en að þeim þætti þetta skemmtileg tilbreyting í skemmtanalífinu á Selfossi.

Fyrri greinFrábærir tónleikar með Jónasi og Ritvélunum
Næsta greinSmá og stór einkasöfn á safnarasýningu