Kristjana með tvær tilnefningar

Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir er tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í tveimur flokkum en tilnefningarnar voru kynntar í Hörpu síðdegis í dag.

Kristjana er tilnefnd sem söngkona ársins en hún gaf út hljómplötuna Ófelía fyrir síðustu jól, með hljómsveit sinni Bambaló.

Þá eru Kristana og Bergur Þór Ingólfsson tilnefnd í flokknum Plata ársins, leikhús- og kvikmyndatónlist, fyrir plötuna Blái hnötturinn; tónlist við leiksýningu Borgarleikhússins.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 2. mars næstkomandi í Silfurbergi í Hörpu.

Fyrri greinHafþór Þrastar aftur í Selfoss
Næsta greinFjallkóngarnir fá aukasýningar