Konukvöldi frestað um viku

Vegna fjölda áskoranna og ábendinga frá viðskiptavinum hefur verið ákveðið að færa hið árlega konukvöld Hvítahússins og Suðurlands FM til 5. maí.

Þá verður eftir sem áður veislustjóri Helga Braga Jónsdóttir, Ari Eldjárn uppistandari, Daníel Haukur söngvari ofl. og allar þær sýningar og kynningar sem auglýstar hafa verið, en kvöldið endar svo á ekta sveitaballi með hinu Hið Alíslenska Stuðlaband.

“Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en bendum jafnframt á að þeir sem hafa keypt miða getað notað hann eftir viku. Þeir sem sjá sér hins vegar ekki fært að mæta þá geta fengið miðann sinn endurgreiddan þar sem hann var keyptur,” sagði Einar Björnsson, forseti Hvítahússins í samtali við sunnlenska.is.

Hinsvegar mun dansleikurinn með Í Svörtum Fötum ásamt Gretu Salóme á Hvíta húsinu Selfossi haldast óbreyttur laugardagskvöldið 28. Apríl og opnar húsið kl. 23