Konukvöld í Fákaseli

Laugardagskvöldið 10. október milli 17:00 og 19:00 verður konukvöld í Fákaseli í Ölfusi, með tilboðum á mat og drykk og í gjafavöruverslun Fákasels.

Eimverk mun síðan bjóða konum upp á íslenskt gin úr byggi og fleiri jurtum sem heitir því fallega nafni „Vor“.

Til að auka eftirvæntinguna svo um munar, verður veglegt happadrætti. Dregið verður úr vinningum til viðstaddra kvenna og þær heppnu eiga kost á að eignast: Garðveislusvuntu frá hönnuðinum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur, kvenmannsúr frá Börkur Design, gómsætar súkkulaðitrufflur frá House doctor, Freyjugóðgæti sem klikkar ekki og svo vinning frá heildverslun Ásbjörns Ólafssonar svo eitthvað sé nefnt.

Sannkallað „happy hour“ í huggulegu umhverfi.

Fyrri greinSandiford framlengir við Selfoss
Næsta greinJökullinn hefur hopað um 16 metra frá því í fyrra