Köntrí-stemmning á reiðhallarballi

Í gærkvöldi var stórdansleikur í Reiðhöll Guðmundar í Þorlákshöfn þar sem kántrí-sveitin Klaufar lék fyrir dansi fram á nótt.

Þorlákshafnarbúar og gestir þeirra skemmtu sér vel og mátti sjá unga jafnt sem aldna fara mikinn á dansgólfinu.

Að sögn þeirra sem stóðu fyrir ballinu gekk allt saman vel fyrir sig og voru gestir til fyrirmyndar.

Myndasyrpu frá ballinu verður að finna í næsta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins.

Fyrri greinLandsmótsnefnd fundaði í Vík
Næsta greinÞrjátíu virkjanir á borðinu en engin í nýtingarflokki