Kiriyama með Ensími á Faktorý

Rafpoppkvintettinn Kiriyama Family heldur tónleika á skemmtistaðnum Faktorý í Reykjavík í kvöld.

Raftónlistarmaðurinn M-band sér um að opna kvöldið kl 23:00 en Ensími mun fylgja í kjölfarið. Kiriyama Family lokar svo kvöldinu.

Dyrnar opnast klukkan 22:00 og er aðgangseyrir 1000 krónur.

Hér má finna Facebook viðburðinn fyrir tónleikana