Kiriyama kovera Daft Punk

Hljómsveitin Kiriyama Family hefur setið sveitt við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu undarfarnar vikur.

Drengirnir ákváðu þó að taka stutta pásu og henda í eitt tökulag.

Lagið heitir ‘Something About Us’ og er af plötunni Discovery með franska dúettnum Daft Punk.

Myndbandið fangar sveitina í æfingaplássi sínu með hjálp heimatilbúins snúningsapparats sem var sérstaklega smíðað fyrir þetta tilefni.

Kiriyama Family kemur fram á Bar 11 og Faktorý föstudagskvöldið 2. september og er eindregið mælt með því að fólk láti sjá sig þar.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.