Kiriyama Family á vinsælasta lag landsins

Lagið „Apart“ með sunnlensku hljómsveitinni Kiriyama Family er komið í efsta sæti Vinsældalista Rásar 2 eftir fimm vikur á lista.

Apart var í 5. sæti listans í síðustu viku en var komið í toppsætið þegar nýr listi var kynntur um í gær, laugardag.

Kiriyama Family hefur verið í stúdíóvinnu síðustu misserin en ný plata er væntanleg frá sveitinni.

Fyrri greinAnnríki í sjúkraflutningum
Næsta greinEnnþá laust í Frjálsíþróttaskólann