Keyrir hún austur á nýjum iQ?

Selfyssingurinn Alda Guðrún Jónasdóttir er á meðal þátttakenda í Samkeppni Samúels 2010 sem fram fer á Broadway á föstudagskvöld.

Samkeppni Samúels er fyrirsætukeppni og eru verðlaunin ekki af verri endanum en andvirði þeirra er samtals um tvær milljónir króna. Alda hefur þónokkra reynslu í fyrirsætustörfum en á Sumarstúlkukeppni Hvítahússins í fyrra var hún valin ljósmyndafyrirsæta Sunnlenska.

Keppendur hafa verið kynntir á vefsíðunum Samuel.is og Pressan.is. Nú stendur yfir netkosning, en dómnefnd skipuð tískuljósmyndurum og fyrirsætum úr fjórum heimsálfum er einnig að störfum og hafa niðurstöður netkosningarinnar ákveðið vægi í afstöðu dómnefndar. Formaður nefndarinnar, Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta í Kaliforníu í 17 ár, er eini Íslendingurinn í dómnefndinni. Haffi Haff æfir innkomu stúlknanna á svið á Broadway, en þær koma þrisvar fram á úrslitakvöldinu.

Verðlaunin sem stúlkan í fyrsta sæti hlýtur eru afnot af iQ frá Toyota í heilt ár með vikulegum þrifum á verðlauabílnum í Löðri, módelmyndataka erlendis og svo það sem verður að teljast nýstárlegt; stúlkan sem sigrar fær að eiga krýningarstólinn. Hann ber nafnið Regína, er ítölsk hágæðahönnun úr smiðju hins margverðlaunaða Paolo Rizzatto og fæst í CASA fyrir hálfa milljón króna.

Allt um keppnina hér: http://www.samuel.is/piurnar/2010/10/08/allt-um-samkeppnina/
Til að kjósa: http://www.samuel.is/kosning/

Fyrri greinFimm sunnlensk svæði á rauðum lista
Næsta greinVallaskóli sameinaður á Sólvöllum