Jónsi og félagar í Hvíta

Stuðbandið Í svörtum fötum efnir til stórdansleiks á Hvítahúsinu Selfossi í kvöld, laugardagskvöld.

Langt er síðan Jónsi og félagar stigu á stokk á Selfossi þannig að stuðþyrstir Sunnlendingar geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Ofurnaglinn Friðrik Dór treður upp ásamt svartstökkum.

Húsið opnar kl. 23 og stendur dansleikurinn fram á morgun.

Fyrri greinVilja fá lóðasölu rift
Næsta greinHlaupum yfir brúna